Forstjóri AGS til rannsóknar

Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á blaðamannafundi í París í dag.
Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á blaðamannafundi í París í dag. AFP

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, greindi frá því í dag að formleg rannsókn sé hafin á því hvort hún hafi gerst sek um vanrækslu í tengslum við spillingarmál í heimalandinu, Frakklandi, er hún var fjármálaráðherra.

Um er að ræða rannsókn á hlut hennar í máli tengdu franska kaupsýslumanninum Bernard Tapie en franska ríkið greiddi honum 400 milljónir evra í bætur á árinu 2008. Áður hafði Tapie greitt háar fjárhæðir í kosningasjóð Nicolaz Sarkozy, sem var kjörinn forseti Frakklands árið 2007.

Greiðsla ríkisins til Tapie tengist deilu milli kaupsýslumannsins og franska bankans,  Credit Lyonnais, sem er að hluta í eigu franska ríkisins, vegna sölu Tapie á íþróttavörufyrirtækinu  Adidas árið 1993.

Tapie sakaði Credit Lyonnais um að hafa svikið út úr honum fé með því að verðmeta Adidas og lágt þegar fyrirtækið var selt. Því ætti ríkið, sem væri helsti hluthafi bankans að greiða honum skaðabætur.

Lagarde vísaði deilunni til gerðardóms sem úrskurðaði Tapie í hag en talið er að þar hafi skipt máli að kaupsýslumaðurinn var afar rausnarlegur þegar kom að greiðslu í kosningasjóð Sarkozy fyrir forsetakosningarnar.

Lagarde segir í samtali við AFP í dag að hún ætli sér ekki að segja af sér sem forstjóri AGS vegna málsins. „Ég sný aftur til Washington þar sem ég mun fara yfir stöðu mála með stjórninni.“

Hún er nú stödd í Frakklandi en hún mætti í yfirheyrslur hjá sérstökum dómstól í París þar mál Tapie eru til rannsóknar. Þetta er í fjórða skiptið sem henni er gert að mæta fyrir dómstólinn í tengslum við rannsókn málsins.

Lagarde hefur alltaf neitað því að hafa brotið af sér og það gerði hún einnig í dag. „Ég hef óskað eftir því við lögfræðing minn að hann áfrýi þessari ákvörðun sem ég tel að eigi sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði Lagarde í dag.

Í Frakklandi er það næsta stig við ákæru að vera formlega til rannsóknar og er þetta gert þegar sérstakir rannsóknardómarar hafa ákveðið að svör þurfi að fást í málinu. Hins vegar leiðir opinber rannsókn ekki alltaf til réttarhalda.

Bernard Tapie, sem er 71 árs, er þekktur kaupsýslumaður í Frakklandi, einkum fyrir að hafa snúið nánast gjaldþrota fyrirtækjum í söluvænleg fyrirtæki. Þar ber Adidas hæst sem var í eigu hans 1990-1993. Hann hefur meðal annars átt íþróttafélög eins og La Vie Clairewon, sem fór með sigur af hólmi í tvígang í Frakklandshjólreiðunum (Tour de France) og eins átti hann knattspyrnufélagið Olympique de Marseille.

Sarkozy snúr aftur

Christine Lagarde og kaupsýslumaðurinn Bernard Tapie, sem meðal annars á …
Christine Lagarde og kaupsýslumaðurinn Bernard Tapie, sem meðal annars á Nice Matin útgáfufyrirtækið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK