Gjaldþrotum fækkar um 22%

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá ágúst 2013 til júlí 2014, hafa dregist saman um 22% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 845 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Flest gjaldþrot voru í heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, svo og í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Í hvorum flokki voru 156 gjaldþrot. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá ágúst 2013 til júlí 2014, hefur fjölgað um 7% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 1.994 ný félög skráð á tímabilinu. Flestar nýskráningar voru í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, eða 319 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK