Íslenskir stjórnendur flykktust á vinnustofur

Um 230 íslenskir stjórnendur sóttu vinnustofur með Patrick Leddin og …
Um 230 íslenskir stjórnendur sóttu vinnustofur með Patrick Leddin og Michael Simpson, alþjóðlegum fyrirlesurum hjá FranklinCovey í ágúst Ljósmynd/Geir Ólafsson

Á þriðja hundrað íslenskir stjórnendur sóttu vinnustofur með Patrick Leddin og Michael Simpson, alþjóðlegum fyrirlesurum hjá FranklinCovey í ágúst.  Mikill áhugi og ánægja var með starf þeirra með íslenskum leiðtogum og munu þátttakendur vinna áfram næstu mánuði á sínum vinnustöðum við að yfirfæra nýja þekkingu m.a. með verkefnum, markþjálfun, og mati á frammistöðu.

Patrick Leddin var gestur FranklinCovey á Íslandi og hélt nokkrar vinnustofur í byrjun ágúst fyrir stjórnendur í opinberri þjónustu. Hann er með meira en tveggja áratuga reynslu af verkefnum á sviði leiðtogaþjálfunar og verkefnastjórnunar auk þess sem hann er höfundur tveggja bóka um árangur vinnustaða. Patrick vinnur með stjórnendateymum um allan heim - frá Aruba til Kína - við að skerpa á stefnu og hrinda í framkvæmd forgangsmarkmiðum. Hann hefur umtalsverða reynslu af starfi með opinberum stofunum, m.a. sveitarfélögum, seðlabönkum, ráðuneytum og hernaðardeildum auk þess að hafa unnið með m.a. Eli Lilli, Sony, Marriott og McDonalds um árabil. 

Samkvæmt upplýsingum frá FranklinCovey á Íslandi var Patrick heillaður af landi og þjóð og sagði stjórnendur í opinbera geiranum á Íslandi vel upplýsta, með mikinn metnað fyrir árangri sinna vinnustaða og unnu að heilindum að umbótastarfi í rekstri.  „Hver þátttakandi á vinnustofum okkar er nú á vegferð til að innleiða þá þekkingu um hvernig við eflum traust, skerpum á tilgangi og sýn, samræmum ferli og leysum úr læðingi hæfileika fólks.  Ég er sannfærður um að þessir opinberu leiðtogar munu þjóna farsæld Íslands til skemmri og lengri tíma.“

Þá vann Michael Simpson með nokkrum íslenskum stjórnendateymum í lok ágúst á vinnustofunni Great Leaders, Great Teams, Great Results auk þess að leiða viðburði um traust og framkvæmd stefnu. Michael er með eftirsóttari fyrirlesurum heims um stjórnun og framkvæmd stefnu og hefur unnið náið með Dr. Stephen Covey og Ram Charan við þróun og miðlun efnis sl. 25 ár. Michael er bókaður í verkefni með Fortune 500 viðskiptavinum til 2016 en sótti Ísland heim í sérstakri ferð fyrir nokkra viðskiptavini. Auk þess að starfa sem prófessor í Kína og Bandaríkjunum, þá er Michael ráðgjafi og stjórnendaþjálfari hjá Nike, Nokia, HSBC, Lockheed, Procter og Gamble o.fl. Michael er höfundur bókarinnar "Unlocking Potential 7 Coaching Skills That Transform Individuals, Teams and Organizations".

Michael vann með 150 íslenskum stjórnendum í Hörpunni í síðustu viku og sagðist aldrei hafa unnið á jafn glæsilegum vettvangi.  Hann sagði íslenska stjórnendur sem hann kynntist duglega, hógværa og sækja fram af festu og sýn. „Langtíma árangur á markaði og velferð samfélaga til lengri tíma byggir á vel upplýstum, ábyrgum einstaklingum sem þjóna langtíma hagsmunum heildarinnar af aga og ástríðu.  Kynni mín af íslenskum stjórnendahópum sannfærðu mig um að hér eru réttar áherslur, öflugir einstaklingar og góðar forsendur til áframhaldandi árangurs í íslensku viðskiptalífi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK