Stærsta tjón sem TM hefur þurft að bæta í 12 ár

Gríðarleg eyðilegging varð í stórbrunanum þann 6. júlí.
Gríðarleg eyðilegging varð í stórbrunanum þann 6. júlí. mbl.is/Árni Sæberg

Nettó tjón Tryggingamiðstöðvarinnar vegna stórbrunans í Skeifunni þann 6. júlí sl. er um 240 milljónir króna. Þetta er stærsta tjón sem félagið hefur þurft að bæta síðan árið 2002.

Þetta kemur í tilkynningu frá TM sem hefur birt afkomu á fyrri árshelmingi 2014.

Fram kemur að heildartjón TM sé metið um um 1.050 milljónir króna en þar af beri endurtryggjendur stærstan hluta kostnaðarins eða um 900 milljónir Eigin áhætta TM í þessu tjóni er 150 milljónir kr. en auk þess þarf félagið að greiða um 90 milljónir kr. vegna endurvakningar endurtryggingasamninga.

Afkoma TM

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK