Segja upp 30% starfsmanna

Malaysia Airlines
Malaysia Airlines AFP

Malasíska flugfélagið Malaysia Airlines mun segja upp sex þúsund starfsmönnum á næstunni og er þetta hluti af endurskipulagningu rekstrar félagsins sem hefur orðið fyrir tveimur alvarlegum áföllum það sem af er ári.

Uppsagnirnar þýða að 30% starfsmanna flugfélagsins missa vinnuna en alls eru starfsmenn þess 20 þúsund talsins.

Malaysia Airlines verður að fullu í eigu ríkisins og verður nýr forstjóri ráðinn til félagsins. Enn stendur yfir leit að flugi MH370 sem hvarf af ratsjám á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Flugvélin hvarf í mars með á þriðja hundrað manns um borð.

Rannsókn á flugslysi, þegar farþega þota flugfélagsins var skotin niður í Úkraínu, stendur enn yfir. 

Malasíska ríkið á 69% hlut í flugfélaginu en mun yfirtaka það á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK