Umsóknirnar fleiri en var áætlað

Alls hafa um 89 þúsund umsóknir hafa borist, þ.e. bæði …
Alls hafa um 89 þúsund umsóknir hafa borist, þ.e. bæði vegna leiðréttingar á höfuðstóli verðtryggðra lána og vegna ráðstöfunar á séreignasparnaði. mbl.is/Sigurður Bogi

Rúmlega 65 þúsund umsóknir hafa borist til ríkisskattstjóra um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána síðan opnað var fyrir umsóknir um miðjan maímánuð. Bakvið þær umsóknir standa um 107 þúsund kennitölur.

Umsóknirnar eru fleiri en upphaflega var áætlað að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, verk­efn­is­stjóra um fram­kvæmd höfuðstóls­lækk­un­ar íbúðalána. Reiknar hann með því að sumar umsóknanna séu ekki gildar vegna gengislána.

Um 24 þúsund manns hafa sótt um óskerta greiðslu til þess að ráðstafa séreignasparnaði til greiðslu húsnæðislána eða húsnæðissparnaðar. Skilyrði fyrir leiðréttingu er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að þau séu jafnframt grundvöllur til útreiknings vaxtarbóta.  

Í báðum tilfellum er um að ræða tímabundin skattfrjáls úrræði til þriggja ára er varða greiðslu iðgjalda inn á lán, en fimm ár er varða húsnæðissparnað.

Hægt að sækja um á morgun

Fyrstu niðurstöður er varða verkefnið munu liggja fyrir um næstu mánaðamót. Þá kemur meðal annars í ljós hvort fjöldi umsókna hefur áhrif á greiðslur. Fyrsta greiðslan inn á höfuðstól lána mun svo eiga sér stað hinn 1. nóvember næstkomandi.

Umsóknarfrestur fyrir leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána rennur út á miðnætti á morgun, 1. september, en á miðnætti í dag fyrir ráðstöfun á séreignasparnaði inn á veðlán fyrir júlí og ágúst.

Hægt er að sækja um höfuðstólslækkun og ráðstöfun á séreignarsparnaði inn á veðlán á heimasíðunni leidretting.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK