xRM Software hlaut gullvottun Microsoft

Starfsfólk xRM Software ásamt fulltrúum frá Microsoft í tilefni áfangans.
Starfsfólk xRM Software ásamt fulltrúum frá Microsoft í tilefni áfangans.

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið xRM Software hefur hlotið gullvottun Microsoft á sviði CRM viðskiptatengslalausna. xRM Software er eini samstarfsaðili Microsoft hér á landi sem þykir búa yfir nægilegri þekkingu og reynslu til uppfylla skilyrði Microsoft fyrir því að hljóta þessa vottun.

Fram kemur í tilkynningu, að xRM Software hafi vaxið hratt á síðustu misserum en fyrirtækið þjóni íslensku atvinnulífi með lausnum fyrir framlínu í sölustjórnun, markaðssetningu og þjónustu. Lausnir xRM tryggja að fyrirtæki og stofnanir fái sem mest út úr fjárfestingu sinni í hugbúnaði til stjórnunar viðskiptatengsla með innleiðingu á Microsoft Dynamics CRM.

Hjá xRM Software starfa 12 manns og meðal viðskiptavina eru mörg af stærri fyrirtækjum landsins, sem mörg hver hafa einnig umtalsverða starfsemi erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK