Frændi stofnanda Sony yfir leikjatölvudeildinni

Atsushi Morita, fer fyrir leikjatölvudeild Sony.
Atsushi Morita, fer fyrir leikjatölvudeild Sony. AFP

Frændi stofnanda tæknirisans Sony hefur tekið við leikjatölvudeild fyrirtækisins. Nú hafa selst yfir 10 milljónir af nýjustu leikjatölvunni, PlayStation 4.

Atsushi Morita er 54 ára. Leikjatölvudeildin sem hann fer nú fyrir hefur m.a. það hlutverk að þróa hina vinsælu PlayStation tölvu.

Morita er frændi Akio Morita, eins stofnanda Sony. Morita segist ætla að viðhalda vinsældum PlayStation-leikjatölvunnar.

PlayStation 4 tölvan fór í sölu í Bandaríkjunum og Evrópu í nóvember og í Asíu í febrúar.

„Í ágúst höfðu yfir 10 milljónir PlayStation 4 tölva selst. Engin af okkar tölvum hefur selst jafnvel á jafn stuttum tíma,“ sagði Morita á blaðamannafundi í Tókýó í dag.

Samkeppnin á tölvuleikjamarkaði er hörð en Sony stendur vel að vígi nú í fyrsta sinn í um áratug. Leikjatölvudeildin hefur skarað fram úr öðrum deildum hjá Sony.

Síðustu átta ár hefur Nintendo borið höfuð og herðar yfir Sony á leikjatölvumarkaðnum. Nú hefur orðið breyting þar á. 

Sony seldi yfir 18,7 milljón leikjatölvur á tímabilinu frá mars 2013 til mars 2-14. Nintendo seldi 16,3 milljónir tölva á sama tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK