Keypti evrur fyrir 5,1 milljarð króna

Tilboðum að fjárhæð 28,4 milljónir evra var tekið í útboði Seðlabanka Íslands vegna kaupa á evrum í skiptingu fyrir íslenskar krónur vegna fjárfestinga eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum sem fram fór í dag. 

Fram kemur í fréttatilkynningu bankans að alls hafi borist 86 tilboð að fjárhæð 32,3 milljónir evra. Útboðsverðið hafi verið ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð hafi verið tekin á sama verði sem var ákvarðað 181 krónur fyrir hverja evru. 

Jafnframt fór fram útboð í dag þar sem Seðlabankinn bauðst til að kaupa krónur fyrir evrur. Alls bárust 20 tilboð að fjárhæð 11,2 milljarðar króna og var tilboðum að fjárhæð 5,1 milljarði króna tekið.

Útboðsverðið var að sama skapi ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði sem var ákvarðað 181 kr. fyrir hverja evru. Tilboð sem bárust á genginu 181 krónur fyrir hverja evru voru lækkuð hlutfallslega um 55,25%.

Ennfremur kemur fram að útboðin hafi verið liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum í samræmi við áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK