Lánuðu bankanum 98 milljarða rétt fyrir þrot

Höfuðstöðvar Goldman Sachs
Höfuðstöðvar Goldman Sachs

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs gæti tapað gríðarlega háum fjárhæðum á láni sem bankinn veitti portúgölskum banka mánuði áður en hann fór í þrot. Fjallað er um málið í Wall Street Journal í dag.

Goldman Sachs lánaði 835 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 98 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú sitt í Lúxemborg til Banco Espirito Santo. Lánið var veitt í júlí en í ágúst fór portúgalski bankinn í þrot. Á þeim tíma sem Goldman Sachs veitti lánið var orðið nánast útilokað fyrir Banco Espirito Santo að fá lánað beint á fjármálamörkuðum, segir í frétt WSJ.

En lánið var einungis líflína bankans í skamman tíma því BES fór í þrot í ágúst. Bankinn hefur verið endurfjármagnaður og hafa verið settir um fimm milljarðar evra í bankann, sem eru að mestu komnir frá skattgreiðendum í Portúgal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK