Geirfugl á ferð um landið

„Það sem kom okkur kannski hvað mest á óvart er hvað fólk hefur gaman af þessu. Grétar Haukur hefur farið víðreist og nú erum við meira að segja farin að sjá myndir af honum í öðrum löndum, svo sem í Sviss, Kanada og Þýskalandi,“ segir Jan Murtomaa, starfsmaður Netráðgjafar og hugmyndasmiðurinn á bak við Grétar Hauk, tuskubrúðu í líki geirfugls, sem hefur slegist í för með fjölmörgum ferðamönnum að undanförnu.

Bílaleigan Go Iceland stendur fyrir uppátækinu en um er að ræða samfélagsmiðlaleik sem bílaleigan fór af stað með fyrir rétt rúmum mánuði síðan.

Leikurinn gengur út á það að þeir sem leigja bíl hjá Go Iceland fá geirfuglinn með í kaupbæti og eiga þeir síðan að taka myndir af fuglinum á ferðalagi sínu um landið. Myndirnar á að setja inn á samfélagsmiðla til þess að eiga möguleika á því að fá leigu bílsins endurgreidda.

Grétar Haukur virðist hafa slegið í gegn hjá ferðalöngum, því nú þegar hafa um fjögur hundruð myndir birst af geirfuglinum víðs vegar um landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK