Miklar kröfur til húsnæðis hækka leigu- og eignaverð

Stefna Reykjavíkurborgar hefur verið að leggja áherslu á byggingar leigu- …
Stefna Reykjavíkurborgar hefur verið að leggja áherslu á byggingar leigu- og búseturéttaríbúða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skynsamlegra væri að draga úr sívaxandi reglugerðarkröfum til nýs íbúðarhúsnæðis svo nýir kaupendur hafi efni á húsnæðinu, fremur en að leggja megináherslu á að stækka leigumarkaðinn.

Þetta er mat Arnar Kjærnested, framkvæmdastjóra byggingarfyrirtæksins Álftáróss ehf. Örn geldur varhug við þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að byggja sífellt fleiri leiguíbúðir. Hann segir Íslendinga yfirleitt vilja búa í eigin húsnæði, auk þess sem almennt sé hagkvæmara að eiga en að leigja. Þótt nauðsynlegt sé að einhver leigumarkaður sé til staðar dregur hann í efa hagkvæmni þess að öllum sé beint í leiguhúsnæði.

„Eigandi íbúðar hugsar almennt betur um eignina heldur en leigjandi,“ segir Örn. „Það kostar ekki minna að byggja leiguhúsnæði en húsnæði í einkaeign og fjármögnun leiguhúsnæðis er óhagkvæmari,“ segir Örn í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK