Neitaði að gefa upplýsingar og var hótað

Yahoo
Yahoo AFP

Fyrirtækið Yahoo greindi frá því í dag að stjórnvöld hefðu hótað þeim dagsektum er hljóða upp á 250 þúsund Bandaríkjadali þegar það neitaði að afhenda Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) gögn um notendur sína.

BBC greinir frá þessu.

NSA krafðist gagnanna á grundvelli eftirlitsreglna sem uppljóstrarinn Edward Snowden svipti hulunni af á síðasta ári, en fyrirtækið hefur haldið því fram fyrir dómstólum að beiðnin stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Þetta kemur fram í dómsskjölum málsins sem gerð voru opinber í dag að fyrirskipan dómara. Þar kemur fram að dómstólar höfnuðu rökum Yahoo. 

Lögmaður Yahoo að segir birtingu gagnanna vera mikilvæga í þágu gagnsæis en samkvæmt þeim hafa fyrirtæki verið að berjast gegn beiðnum stjórnvalda í mörg ár og hófu að gera það löngu áður en Snowden steig fram. Þá sagði lögmaður Yahoo einnig að bandaríska ríkið hefði hótað dagsektunum ef fyrirtækið yrði ekki við beiðninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK