Verður Facebook eins og Snapchat?

Það gæti komið sér vel að setja inn tímabundar stöðuuppfærslur.
Það gæti komið sér vel að setja inn tímabundar stöðuuppfærslur. Rósa Braga

Viðmót Facebook gæti verið að færast í átt að Snapchat þar sem þar sem verið er að skoða möguleikann á tímabundnum stöðuuppfærslum.

Talsmaður Facebook sagði í samtali við CNN að verið væri að prófa möguleikann og einungis hluti notenda sem væru með Facebook smáforritið í Apple síma hefðu fengið að njóta.

Skjáskot af þessu hafa birst á Twitter en þar má sjá að hægt er að velja að stöðuuppfærslan standi allt frá einni klukkustund upp í eina viku.

Snapchat hefur notið gríðarlegra vinsælda á liðnum árum og benda kannanir til þess að forritið sé sífellt að saxa á forskot Facebook. Samkvæmt könnun sem gerð var í nóvember 2013 notuðu 12,1% fólks á aldrinum 18 til 34 ára Snapchat forritið á hverjum degi en í júní á þessu ári var hlutfallið komið upp í 32,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK