Heimtaka færist í aukanna

kjötskrokkar
kjötskrokkar Skapti Hallgrímsson

Svokölluð heimtaka, þar sem bændur taka heim kjöt úr sláturhúsi til að neyta eða selja, hefur færst í aukana undanfarin ár. „Við sjáum aukningu á hverju ári í heimtöku á kinda- og nautakjöti,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Hann segir að um 7% magns í báðum tegundum séu tekin heim. Í tilfelli Sláturfélags Suðurlands er um að ræða um 110 tonn af kindakjöti og 80 tonn af nautakjöti á ári.

„Nær allir bændur taka hluta af lambainnlegginu sínu heim til eigin neyslu. Margir taka umfram eigin neyslu, sem er þá til sölu eða eigin vinnslu. Fyrir suma neytendur er virðisauki í því að vita hvaðan kjöt kemur, auk þess sem margir hafa tilfinningalega tengingu við ákveðna bæi eða sveitir. Þetta er hluti af huglægum verðmætum sem verða æ mikilvægari.“ Sigþór bendir þó á að þetta sé aðeins hluti markaðarins. „Þetta fyrirkomulag myndi ekki ganga upp ef allir myndu fara svona að.“

Steinþór segir einnig að heimaslátrun hafi minnkað eftir að gæðastýringarálag til bænda kom til sögunnar, sem er aðeins greitt á það kjöt sem slátrað er í sláturhúsi. „Þá varð óhagkvæmara að slátra heima,“ segir hann.

Neytendur geta ekki rakið uppruna kjöts sem selt er í gegnum sláturfélögin. „Við flokkum kjöt eftir vöðvafyllingu, fitu og þyngd en ekki eftir uppruna. Okkar gæðastýring og flokkun tryggir sambærilega eiginleika allra vara,“ segir Steinþór.

„Rekjanleiki okkar ær og kýr“

Arnar Bjarnason, eigandi Frú Laugu, kveðst hafa orðið var við aukinn áhuga á rekjanlegu kjöti. „Það er ekki spurning að áhuginn hefur aukist. Sala á rekjanlegu kjöti hefur aukist töluvert á hverju einasta ári þau fimm ár sem við höfum boðið upp á nautakjöt.

Þeir sem bjóða slíka vöru gera það af því að þeir hafa eitthvað sérstakt fram að færa. Fólk telur þetta einfaldlega betri vörur.“ Spurður um mikilvægi rekjanleika afurða, svarar Arnar: „Ástæðan fyrir því að við opnuðum búðina er rekjanleiki. Rekjanleiki er okkar ær og kýr.“

Frú Lauga fær sendan hálfan til heilan skrokk af nautakjöti í hverri viku og það selst alltaf upp. Sala á lambakjöti er nýhafin og lofar góðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK