Fáir mæla með íslenskum fyrirtækjum

Laugavegur.
Laugavegur. Árni Sæberg

„Lágt hlutfall meðmælenda er áhyggjuefni fyrir íslensk fyrirtæki enda benda rannsóknir eindregið til þess að jákvæð (og/eða neikvæð) umfjöllun viðskiptavina sé sá þáttur sem hafi hvað mest áhrif hafi á öflun nýrra viðskiptavina,“ segir í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR á meðmælavísitölu íslenskra fyrirtækja.

MMR kannaði nýlega meðmælavísitölu 73 íslenskra fyrirtækja í 19 atvinnugreinum. Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni sem hefur rutt sér til rúms á síðastliðnum árum. Meðmælavísitala íslenskra fyrirtækja mældist almennt lág. Í 18 af 19 atvinnugreinum var meðal meðmælavísitala neikvæð, þ.e. minnihluti viðskiptavina var tilbúinn til að mæla með þjónustu fyrirtækja í atvinnugreininni.

Í heildina mældust aðeins 10 af 73 fyrirtækjum með jákvæða meðmælavísitölu.

Við samanburð á meðmælavísitölu á trygginga-, banka-, vefþjónustu- og fjarskiptamarkaði við bresk, frönsk og þýsk fyrirtæki kom í ljós að meðmælavísitala var almennt lág í löndunum fjórum. Í þremur af fjórum atvinnugreinum var meðmælavísitalan lægri á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Þannig mældust íslensk fyrirtæki á trygginga-, banka- og fjarskiptamarkaði að meðaltali með lægri meðmælavísitölu en fyrirtæki í sömu atvinnugreinum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hinsvegar var meðmælavísitala íslenskra vefþjónustufyrirtækja að meðaltali hærri en í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK