Heineken neitar yfirtökuboði

Heineken
Heineken

Forsvarsmenn bjórframleiðandinn Heineken neitaðu yfirtökuboði breska samkeppnisaðilans SABMiller og sögðust kjósa sjálfstæði.

Sérfræðingar um málið segja yfirtökuna hafa verið reynda til þess að vernda SABMiller, sem er næststærsti bjórframleiðandi heims, gegn yfirtöku belgíska framleiðandans AB InBev, sem er sá stærsti.

Í yfirlýsingu Heineken fjölskyldunnar sem gefin var út í gær, segir að SABMiller hefði verið greint frá áformum þeirra um að standa vörð um arfleifð Heineken sem sjálfstæðs fyrirtækis. Upphæð yfirtökuboðsins var þó ekki gefin upp. Fjölskyldan sagðist hafa viljað stöðva orðróminn sem gengið hefur á markaðnum með yfirlýsingunni og benti á að meirihluti bréfa væri í þeirra eigu og því yrði ekki af yfirtökunni án þeirra samþykkis.

SABMiller framleiðir m.a. Miller og Peroni bjórinn og er fyrirtækið metið á um sjötíu milljarða evra. Heineken, sem ásamt samnefndum bjór, framleiðir Amstel, Sol o.fl., er metið á um 35 milljarða evra. Stærsti framleiðandinn, InBev, sem framleiðir m.a. Stella Artois, Corona og Budweiser, er metinn á um 140 milljarða evra og er talinn hafa eytt um 100 milljörðum Bandaríkjadala í yfirtökur á síðastliðnum 10 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK