Metfjöldi pantar iPhone í forsölu

Kona gengur framhjá biðröð fyrir utan Apple búðina um helgina.
Kona gengur framhjá biðröð fyrir utan Apple búðina um helgina. AFP

Meteftirspurn er eftir nýju iPhone-símunum og aldrei hafa fleiri forpantanir borist að sögn Apple. Þeir sem langar í iPhone 6 með stærri skjá gætu þurft að bíða töluvert en kaupendur hans fengu skilaboð um helgina um að afhending gæti tekið allt að þrjár til fjórar vikur.

Apple sagði í tilkynningu í dag að innan 24 klukkustunda frá því að sala hófst á símunum á föstudaginn hefðu yfir fjórar milljónir forpantana borist. Fyrstu viðskiptavinirnir fá símann í hendurnar á föstudaginn en aðrir síðar í mánuðinum. Þá verða einhverjir að bíða fram í október þar sem fleiri forpantanir bárust en upphaflega var áætlað.

Af tilkynningunni má ráða að færri munu fá en vilja þegar síminn kemur í sölu í verslunum á föstudaginn en raðir eru þegar teknar að myndast fyrir utan búðirnar. Klukkan átta um morguninn að staðartíma verða dyrnar opnaðar á búðunum í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Hong Kong, Japan, Púertó Ríkó, Singapúr og Bretlandi. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að bíða fram til 26. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK