Þurftu að loka 550 verslunum

Fimm hundruð og fimmtíu símaverslunum Phones 4U í Bretlandi hefur verið lokað um tíma og eru um fimm þúsund og fimm hundruð störf þar með í hættu.

Í tilkynningu félagsins segir að nauðsynlegt hefði verið að loka verslununum til þess að koma í veg fyrir þrot eftir að símfyrirtækið EE neitaði að endurnýja samning þeirra á föstudag en Vodafone hafði tekið sömu ákvörðun. Þá hafði O2 hætt viðskiptum í gegnum fyrirtækið fyrr á árinu og þrjú önnur símfyrirtæki þar á undan.

EE sagði samningnum upp í kjölfar innri endurskoðunar á sambandi félagsins við smásala í þeim tilgangi að fækka þeim. Þá rifti Vodafone samningnum vegna dræmrar sölu, en Phones 4U einblínir fyrst og fremst á yngri viðskiptavini á meðan markaðshlutdeild Vodafone í Bretlandi snýr helst að fyrirtækjum.

550 verslanir Phones 4U víðs vegar um Bretland verða lokaðar þar til ráðgjafar endurskoðunarfyrirtækisins Pwc hafa lagt mat á hvort það sé starfshæft.

„Ef símfyrirtækin neita að eiga viðskipti við okkur getum við ekki rekið fyrirtækið,“ er haft eftir forstjóra Phones 4U, David Kassler, í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK