Heildaraflinn jókst um 5,5%

Sigurður Bogi Sævarsson

Heildarafli íslenskra skipa var 5,5% meiri í ágúst en í sama mánuði árið 2013. Afli jókst í öllum botnfisktegundum nema ýsu.

Samanburður á 12 mánaða tímabilum á milli ára leiðir í ljós að botnfiskafli er svipaður á milli ára en 33% minnkun hefur orðið í uppsjávarafla á tímabilinu, samkvæmt því sem kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

„Magnvísitala á föstu verðlagi er um 11,7% hærri miðað við ágúst í fyrra, en á 12 mánaða tímabilinu september 2013 til ágúst 2014 hefur magnvísitalan lækkað um 5% miðað við sama tímabil árið áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK