Setur Alibaba heimsmet í útboðinu?

Jack Ma, stofnandi og forstjóri Alibaba
Jack Ma, stofnandi og forstjóri Alibaba mynd/wikipedia.org

Forsvarsmenn kínverska netrisans Alibaba hugsa sér gott til glóðarinnar og hafa hækkað skráð verð á hvern hlut í komandi útboð sem talið er að verði það stærsta í sögu Bandaríska markaðarins - og jafnvel á heimsvísu.

Í opinberri skráningu kemur fram að sett verð á hvern hlut er komið upp í 66 til 68 dali og er þetta hækkun frá fyrri skráningu þar sem búist var við 60 til 66 dölum á hlut. Bendir hækkunin til þess að eftirspurnin sé mikil og þýðir þetta að Alibaba stefnir að sölu fyrir 25 milljarða Bandaríkjadala í útboðinu.

Samkvæmt þessu yrði heildarmarkaðsvirði Alibaba um 168 milljarðar Bandaríkjadala og þar með verðmætara fyrirtæki en Amazon.

Eftir hækkunina gæti Alibaba einnig slegið ­núver­andi heims­met Agricultural Bank of China sem aflaði jafn­v­irði 22,1 millj­arðs dala í útboði í Kína árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK