Viðskiptamógúll vill byggja borg á Mars

Frá Mars. Þarna verður stórborg að finna í framtíðinni ef …
Frá Mars. Þarna verður stórborg að finna í framtíðinni ef áformin ganga eftir, AFP

Viðskiptamógúllinn Elon Musk er ekki þekktur fyrir að hugsa smátt. Í síðustu viku kynnti hann langtímaáformin fyrir félagið sitt, SpaceX, en þau fela meðal annars í sér stórborg á plánetunni Mars.

Business Insider greinir frá þessu.

Musk hefur komið víða við og er meðal annars einn af stofnefndum Tesla Motors, sem framleiðir samnefnda bíla. Þá var hann einn af fyrstu fjárfestum Paypal og lengi mætti telja. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri félagsins SpaceX, sem m.a. er með samning við Nasa um framleiðslu geimflauga. Hefur hann áður sagt að búferlaflutningur til annarra pláneta gæti orðið nauðsynlegur fyrir afkomu mannkynsins þar sem loftsteinn eða eldfjall gæti auðveldlega þurrkað okkur út. Hefur hann bent á risaeðlur í þessu sambandi og bætt við að mannkynið búi við fleiri hættur; vírusa, hlýnun jarðar og okkar eigin tækni sem að lokum gæti útrýmt okkur.

Mannfólk á Mars eftir áratug

Á blaðamannafundi í síðustu viku var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki farið með félagið sitt SpaceX á opinberan markað en Musk sagði ástæðuna vera að markmið félagsins væru til lengri tíma „og þau eru að byggja borg á Mars,“ sagði hann. Þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem hann ræðir um að senda mannfólk til plánetunnar en í viðtali við Business Insider í júní sl. sagði hann það vera raunhæfan kost eftir 10 til 12 ár. Er þetta þó í fyrsta skipti sem hann nefnir áform um borgarbyggð.

Þá hefur hann einnig greint frá því hvernig hann sér ferlið fyrir sér en það felst í að ferja stóran hóp manna ásamt búnaði til Mars sem síðan myndu vinna að því að gera plánetuna að fýsilegri kost og líkari jörðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK