Byko tapaði 156 milljónum króna

Tap varð á rekstri byggingarvöruverslunarinnar Byko á liðnu ári að fjárhæð 156 milljónir króna. Það er talsvert betri niðurstaða en á árinu 2012 þegar tap Byko nam ríflega 390 milljónum króna.

Tekjur Byko af vörusölu jukust um 570 milljónir króna á milli ára, samkvæmt ársreikningi félagsins. Jókst framlegð af vörusölu um liðlega 65 milljónir króna frá fyrra ári.

Þrátt fyrir bætta afkomu Byko á síðasta ári var rekstrarafkoma fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) neikvæð um tæplega 52 milljónir króna. Á árinu 2012 var EBITDA Byko hins vegar neikvæð um 238 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK