Lækka verð strax

Mynd af nýju Samsung sjónvarpstæki.
Mynd af nýju Samsung sjónvarpstæki.

Ormsson og Samsungsetrið hafa ákveðið að afnema vörugjöld og lækka verð í samstarfi við sína stærstu birgja. Frá og deginum í dag munu þær vörur sem bera vörugjöld lækka um 17% og 20% í öllum verslunum Ormsson og í Samsungsetrinu. Mörg algeng heimilistæki eins og þvottavélar, þurrkarar, ofnar og helluborð munu lækka um 17%. Sjónvörp og hljómtæki munu lækka um 20%.

„Við fögnum fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem lagt er til að afnema vörugjöld af raftækjum frá og með áramótum, á sama tíma og lagt er til að lækka virðisaukaskatt. Þetta kemur nær öllum heimilum í landinu til góða þar sem nú geta landsmenn fjárfest í raftækjum sem eru endingarbetri, umhverfisvænni og nýta orku betur” segir Einar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Ormsson, í tilkynningu.

Einar segir að um leið og forsvarsmenn Ormsson heyrðu af umræðunni fyrr á þessu ári að fyrirhugað væri í tillögum fjármálaráðherra til fjárlagafrumvarps að afnema vörugjöld af ýmsum raftækjum hafi Ormsson hafið samningaviðræður við sína stærstu birgja um að koma til móts við félagið í verðlagningu svo að hægt væri að lækka verð strax. Á vörusýningu sem haldin var í Berlín í síðustu viku náðist að ljúka samkomulagi við stærstu birgja félagsins um tímabundnar verðlækkanir sem tryggja það að Ormsson og Samsungsetrið geta strax lækkað verð á þeim vöruflokkum þar sem fyrirhugað er að vörugjöld verði felld niður samkvæmt fjárlagafrumvarpi Ríkisstjórnarinnar.

,,Afnám vörugjalda bætir hag allra landsmanna og er sanngirnismál sem bætir samkeppnisstöðu innlendrar verslunar gagnvart erlendri verslun og tryggir þannig störf. Einnig mun þessi lækkun virðisaukaskatts og vörugjalda væntanlega hafa áhrif til lækkunar á neysluverðsvísitölunni sem hefur áhrif á öll verðtryggð lán og ýmsa kostnaðarliði sem tengdir eru þeirri vísitölu. Ormsson og Samsungsetrið vilja nú sem endranær vera í fararbroddi að bjóða viðskiptavinum góða vöru á hagstæðu verði. Með samstilltu átaki Ormsson, Samsungsetursins og erlendra birgja getum við nú lækkað verð strax svo að neytendur geti nú þegar notið góðs af fyrirhuguðu afnámi vörugjalda,” segir Einar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK