Sony spáir milljarða tapi

Japanski tæknirisinn Sony spáir því að tap félagsins verði fjórfalt meira á þessu ári en upphaflega var gert ráð fyrir.

Félagið býst við að tapið muni nema um 2,14 milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári samanborið við um 500 milljónir líkt og áður gert var ráð fyrir. Niðursveiflu á farsímamarkaðnum er kennt um en fyrirtækið hefur orðið undir í harðri samkeppni við Apple og Samsung.

Í yfirlýsingu félagsins í dag sagði einnig að arður yrði ekki greiddur úr félaginu í lok ársins en það er yrði í fyrsta skipti frá því að félagið fór á markað árið 1958. Þá sagði einnig að starfsmönnum yrði fækkað um 15 prósent, eða um eitt þúsund störf.

Forstjóri Sony, Kazuo Hirai, stendur þó ekki ráðalaus gegn vandanum, en hann sagði blaðamönnum í dag að Sony hyggist breyta til og einbeita sér að því að auka markaðshlutdeild sína með dýrari og gæðameiri snjallsíma en draga úr framleiðslu á ódýrari gerðum. Þá stendur einnig til að selja nokkrar eignir við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Tókýó. 

Höfuðstöðvar Sony í Tókýó.
Höfuðstöðvar Sony í Tókýó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK