Íbúðaverð hækkar milli mánaða

Þróun íbúðaverðs hefur verið hröð upp á við.
Þróun íbúðaverðs hefur verið hröð upp á við. Ómar Óskarsson

Þróun íbúðaverðs hefur verið nokkuð hröð upp á við ásamt því að greinilegur munur er á verðþróun fjölbýlis annars vegar og sérbýlis hins vegar. Íbúðaverð í ágúst var 9,3 prósent hærra en fyrir ári síðan og hefur íbúðaverð hækkað um 6,4 prósent á þessu ári.

Vísitala íbúðaverðs hækkaði þá töluvert milli mánaða eða um 2,6 prósent í ágúst og er þetta mesta hækkun frá maí 2011. Áður hafði vísitalan lækkað um 0,7 prósent milli apríl og júlímánaðar samkvæmt mælingu Þjóðskrár Íslands á vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að mikill munur sé á verðþróun fjölbýlis og sérbýlis í águst en verð á fjölbýli hækkaði um 4,2 prósent milli mánaða á sama tíma og verð sérbýlis lækkaði um 2,2 prósent.  Þessu var öfugt farið í síðasta mánuði þegar sérbýlið hækkaði um 5 prósent en fjölbýli lækkaði um 1,3 prósent.

Fjöldi kaupsamninga hefur aukist hægt og bítandi undanfarið. Nú er svo komið að fjöldi kaupsamninga, miðað við 12 mánaða meðaltal, er jafn meðalfjölda þeirra frá árinu 2003. Er fasteignamarkaðurinn því að nálgast það sem kalla mætti eðlilegt ástand, á þennan mælikvarða að minnsta kosti, samkvæmt Hagsjá Landsbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK