Tvöföld eftirspurn í útboði Nýherja

Nýherji.
Nýherji.

Nýherji stóð fyrir almennu hlutafjárútboði meðal stjórnar- og starfsfólks félagsins á dögunum 11. til 14. september og var áhuginn mjög mikill en starfsfólk skráði sig fyrir tvöfalt fleiri hlutum en í boði voru.

Gengi bréfa í félaginu hefur þá hækkað töluvert og t.a.m. um 5,17 prósent frá því í gær. 

Heildareftirspurn í útboðinu var 78.567.150 krónur, eða sem jafngildir 20.145.413 hlutum. Samþykktar áskriftir voru fyrir 10.000.000 hlutum. 

Tilkynnt var um útboðið í fréttatilkynningu félagsins þann 25. júlí síðastliðinn og var útboðsgengið fast, eða 3,90 krónur á hlut, og jafngilti það meðaldagslokagengi í félaginu frá 1. janúar til 4. september 2014. Tekið var við áskriftum að lágmarksfjárhæð kr. 40.000 að kaupvirði og að hámarki kr. 7.800.000 að kaupvirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK