Um 90% stjórnenda finnst ógn stafa af netglæpum

Mikko Myppönen, netöryggissérfræðingur, hélt erindi í Hörpu.
Mikko Myppönen, netöryggissérfræðingur, hélt erindi í Hörpu. mbl.is/Ómar

Alls 88 af hverjum hundrað stjórnendum á Íslandi telja að fyrirtækjum stafi mikil eða nokkur ógn af netglæpum. Fjórtán prósent segja fyrirtæki sín hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Þetta kom fram í könnun Capacent Gallup sem gerð var í tengslum við ráðstefnu Símans og Capacent í Hörpu um öryggismál.

Telur helmingur forsvarsmanna fyrirtækja að upplýsingaöryggi hafi mikið vægi innan fyrirtækja sinna en 14% lítið eða ekkert. Hins vegar fá 45% stjórnenda samt aldrei kynningu á stöðu upplýsingaöryggis.

Ólafur R. Rafnsson, ráðgjafi hjá Capacent, segir að niðurstaðan sýni að upplýsingar um öryggismál rati ekki inn á borð stjórnenda. „Það gæti verið vegna áhugaleysis, skorts á fagmennsku við úrvinnslu öryggismála eða að þeir sem fást við málin kunni ekki að bera þetta á borð stjórnendanna – sem er mjög algengt.“

Aðeins 5% stjórnenda töldu að fjárfestingar innan fyrirtækja sinna myndu aukast mikið næsta árið en 65% að þær myndu standa í stað.

Ingólfur Arnar Stangeland, kerfisráðgjafi hjá Símanum, segir að ekki þurfi endilega að vera kappsmál að verja meira fé til upplýsingaöryggis. „Hins vegar þarf að eyða því sem fer til málaflokksins rétt.“

Könnun Capacent er sú fyrsta sinnar tegundar og voru 1.350 fyrirtæki með fleiri en fjóra starfsmenn valin af handahófi. Alls svöruðu 514 stjórnendur könnuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK