Botoxframleiðandi hafnar Actavis

Actavis varð til við sameiningu Watson Pharmaceuticals og Actavis
Actavis varð til við sameiningu Watson Pharmaceuticals og Actavis Rósa Braga

Lyfjafyrirtækið Actavis gerði nýlega yfirtökutilboð í Allergan, sem meðal annars framleiðir botox, en fyrirtækið hafnaði tilboðinu.

Allergan, sem hefur mánuðum saman barist gegn óvinveittu yfirtökutilboði frá Valeant Pharmaceuticals International upp á um 53 milljarða Bandaríkjadala, er nú í viðræðum um kaup á Salix Pharmaceuticals Ltd, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Ef af kaupum á Salix verður þá er Allergan orðið of stórt fyrir Valeant, samkvæmt heimildum WSJ.

WSJ segir að Actavis hafi í síðasta mánuði kynnt yfirtökutilboð í Allergan en tilboðið var í reiðufé. Ekki hefur fengist uppgefið hversu hátt það var en heimildir herma að samkvæmt því sé markaðsvirði Allergan um 50 milljarðar dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK