Flugmenn skaða ímynd Frakklands

„Það er engin innistæða fyrir þessu verkfalli. Það teflir framtíð Air France í tvísýnu og skaðar ímynd Frakklands,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, í dag um verkfall flugmanna Air France sem staðið hefur í níu daga. Talið er að það kosti franska flugfélagið um 20 milljón evrur daglega.

Stéttarfélag flugmannanna kallaði eftir verkfallinu vegna áforma Air France um að auka umsvif dótturfélags síns, lággjaldaflugfélagsins Transavia. Taldi stéttarfélagið að það yrði til þess að störf flugmanna færðust í verktöku og flugmönnum sem þiggi lægra kaup yrðu boðin störf franskra flugmanna Air France.

Vonarglæta birtist í dag þegar Air France bauðst til að setja áform sín með Transavia á ís. Alexandre de Juniac, framkvæmdastjóri hjá Air France, sagði það lokaboð fyrirtækisins. Flugmenn höfnuðu tilboðinu og sögðu enga tryggingu fyrir því að Air France stæði við boðið.

Verkfallið hefur að meðaltali haft áhrif á 60% flota Air France á degi hverjum. 

Verkfall flugmanna Air France hefur valdið miklum truflunum á flugi.
Verkfall flugmanna Air France hefur valdið miklum truflunum á flugi. AFP
Flugvélum Air France verður ekki flogið í dag.
Flugvélum Air France verður ekki flogið í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK