Húsið komið upp í byrjun næsta árs

Skrifstofur Alvogen eins og þær munu líta út.
Skrifstofur Alvogen eins og þær munu líta út. mbl.is

„Húsið ætti að vera komið upp í byrjun næsta árs og tilbúið útlitslega séð en síðan fer árið í vinnuna innandyra,“ segir Hall­dór Krist­manns­son, framkvæmdastjóri hjá lyfja­fyr­ir­tækinu Alvogen, í samtali við mbl.is. Hann segir byggingu ganga samkvæmt áætlun og er markmiðið að starfsemin hefjist í byrjun árs 2016. Húsið er eitt það stærsta sem risið hefur hér á landi frá hruni.

Heild­ar­fjárfest­ing Al­vo­gen vegna verk­efn­is­ins er áætluð um 25 millj­arðar króna en kostnaðurinn í kringum fullbúið hús verður um átta milljarðar króna. Á framkvæmdartímanum verða til um fjögur hundruð ársverk.

Byrjuð að ráða í tvö hundruð störf

Húsið verðu ellefu þúsund fermetrar að stærð og mun standa við Sæ­mund­ar­götu í Vatns­mýr­inni. Þar verða alþjóðleg­ar skrif­stof­ur Al­vo­gen auk þess sem þróun og fram­leiðsla líf­tækni­lyfja í sam­vinnu við Há­skóla Íslands mun fara þar fram.

Um tvö hundruð ný störf munu að líkum skapast þegar starfsemin verður komin í gang og eru ráðningar hafnar að einhverju leyti að sögn Halldórs. „Við bætum jafnt og þétt við okkur fólki. Einhverjar ráðningar eru byrjaðar en síðan verður einnig viðbót á næsta ári,“ segir Halldór. 

Árið 2009 var Al­vo­gen aðeins með starf­semi í Banda­ríkj­un­um en nú nær starf­semi þess til 34 landa. Hjá fé­lag­inu starfa nú um tvö þúsund starfs­menn og rek­ur það stór­ar þró­un­ar- og fram­leiðslu­ein­ing­ar í Banda­ríkj­un­um, Rúm­en­íu, Suður-Kór­eu og Taív­an.

Alvogen byggingin í Vatnsmýrinni
Alvogen byggingin í Vatnsmýrinni Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK