Jack Ma sá ríkasti

Stofnandi Alibaba Group, Jack Ma, hefur ástæðu til þess að …
Stofnandi Alibaba Group, Jack Ma, hefur ástæðu til þess að brosa þessa dagana enda eykst auður hans dag frá degi. AFP

Stærsta hlutafjárútboð sögunnar hefur gert Jack Ma, stofnanda kínverska vefverslunarfyrirtækisins Alibaba, að ríkasta manni Kína. Er auður hans metinn á 25 milljarða Bandaríkjadala.

Árlegur listi kínverska tímaritsins Hurun Report var birtur í dag og kemur þar fram að árið hafi verið ævintýri líkast fyrir helstu kaupsýslumenn landsins þrátt fyrir efasemdaraddir um efnahag Kína.

Ma hafði yfir 800 milljónir Bandaríkjadala upp úr krafsinu þegar fyrirtækið, sem hann stofnaði fyrir 15 árum, var sett á markað. Alibaba var skráð í kauphöllina í New York á föstudag og miðað við gengi félagsins á markaði þá er 7,8% hlutur Ma í Alibaba metinn á yfir 17 milljarða Bandaríkjadala. 

Í fyrra var auður Ma, sem áður var enskukennari, metinn á 4 milljarða Bandaríkjadala og komst hann þá ekki einu sinni inn á listann yfir 20 ríkustu Kínverjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK