Philips skipt í tvennt

Philips
Philips Mynd af Wikipedia

Raftækjafyrirtækinu Philips verður skipt í tvennt og framleiðslueiningar þess aðskildar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins tilkynnti um þetta í morgun og jókst gengi bréfa í félaginu um 3,26 prósent í kjölfarið.

Framleiðslan á ljósum annars vegar og heilsutækjum hins vegar verður aðskilin og segir Frans Van Houten, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að þetta sé liður í að færa Philips í átt að nútímanum. Hann segir auðveldara að þróa ljósaframleiðsluna og skoða ný tækifæri á markaði sé hún sjálfstæð eining. Bæði fyrirtækin munu þó halda áfram að nota Philips nafnið að því er segir í yfirlýsingu fyrirtækisins og verða höfuðstöðvar þeirra beggja í Hollandi. Van Houten sagði ótímabært að segja hversu mörg störf innan fyrirtækisins myndu tapast vegna ráðstöfunarinnar.

Á síðasta ári námu sölutekjur heilsutækja fyrirtækisins um 15 milljörðum evra og tekjur af ljósasölunni voru um sjö milljarðar. Philips var stofnað árið 1891 og vinna um 112 þúsund manns hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK