Reikiverðið innan marka hjá öllum

Það er gott að nota farsímann í fríinu - líka …
Það er gott að nota farsímann í fríinu - líka í útlöndum. AFP

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gert athugun á því hvort íslensk fjarskiptafyrirtæki hafi lagað verðskrá sína að gildandi reglugerð ESB um hámarksverð á farsíma- og netlyklanotkun milli landa í Evrópu. Reglugerðin gildir á EES svæðinu. Athugun PFS leiddi í ljós að allir íslenskir farsímarekendur hafa sett verðskrár sínar fyrir reiki við eða undir gildandi verðþök. 

Þann 1. júlí tóku gildi ný hámarksverð til neytenda fyrir reiki innan Evrópu. Verðþökin eru samkvæmt reglugerð ESB sem hefur verið innleidd í EES samninginn sem Ísland er aðili að. Því gildir reglugerðin einnig fyrir íslenska neytendur. Hámarksverð á reikiþjónustu hafa verið lækkuð í þrepum allt frá árinu 2007 þegar fyrsta reglugerðin tók gildi. Til að byrja með voru eingöngu sett verðþök á símtöl en æ fleiri þættir reikiþjónustu hafa bæst við, nú síðast gagnamagnsnotkun sem bættist við með reglugerð sem tók gildi í júlí 2012. Síðan þá hafa verðþökin verið lækkuð jafnt og þétt þar til í sumar þegar eftirfarandi verð tóku gildi. Þau verða óbreytt þar til gildistíma reglugerðarinnar lýkur, eða til og með 30. júní 2017, segir í frétt á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.

Samkvæmt reglugerðinni eru reikisímtöl innan EES svæðisins reikningsfærð þannig að gjald er tekið fyrir 30 sekúndur við upphaf símtals og að þeim tíma loknum er gjaldmælt fyrir hverja sekúndu (30/1).

Sjá nánar hér um notkun farsíma, 3G og 4G í útlöndum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK