Tekjuafkoma 2013 neikvæð

Ernir Eyjólfsson

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 32 milljarða króna árið 2013 eða 1,7% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 65,2 milljarða króna árið 2012 eða 3,7% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsvæði Hagstofunnar.

Tekjur hins opinbera námu um 796 milljörðum króna og jukust um 55 milljarða króna milli ára eða um 7,4%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,5%. Útgjöld hins opinbera voru 828 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,7% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 44,2%.

Nýr þjóðhagsreikningastaðall, ESA2010 hefur verið tekinn í notkun. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tekna- og gjaldahlið hins opinbera aftur til ársins 1998 vegna hans og annarra endurbóta sem unnið hefur verið að.

Í Hagtíðindum um fjármál hins opinbera sem gefin hafa verið út, er gerð ýtarleg grein fyrir niðurstöðum og áhrifum af þeim breytingum sem gerðar hafa verið. 

Fjármál hins opinbera 2013, endurskoðun

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK