Fjöldi nýrra fyrirtækja

Íslenska sjávarútvegssýningin hófst í Kópavogi í morgun en þetta er í 11. sinn sem hún er haldin. Sú fyrsta fór fram árið 1984. Að sögn aðstandenda er sýningin að þessu sinni stærri en sýningin sem fram fór síðast árið 2011. Sýningin stendur yfir í dag og á morgun.

Fjöldi fyrirtækja er með kynningar á framleiðslu sinni og vörum á sýningunni og eru að þessu sinni fjölmörg ný fyrirtæki sem koma víða að. Meðal annars frá Tyrklandi, Þýskalandi, Belgíu, Bandaríkjunum, Póllandi, Portúgal og Hollandi auk Kína og Japan.

Vöruúrvalið er mikið, allt frá stórvirkum vinnuvélum til nýjustu hátækni í vinnslu á sjávarfangi. Mikill metnaður liggur greinilega að baki mörgum sýningarbásunum. Margir bjóða upp á veitingar og þægileg kaffihorn eða jafnvel heilu kaffihúsin. 

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti sýninguna skömmu fyrir hádegi ásamt Sigurði Inga Jóhannessyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og ræddu þeir við ýmsa sýnendur í fylgd Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóra sýningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK