Vilja nýyrði fyrir „takeaway“

Starfsmenn aha.is
Starfsmenn aha.is

Vefsíðan aha.is hefur ákveðið að efna til nýyrðasamkeppni þar sem forsvarsmönnum hennar þykir ekkert nothæft íslenskt orð yfir það sem kallað er „takeaway“ á ensku. Efnt er til keppninnar af því tilefni að tekin hefur verið upp veitingaþjónusta á vefnum.

Notendum síðunnar gefst kostur á að velja af matseðlum um þrjátíu veitingastaða, sækja svo matinn eða fá sendan heim gegn gjaldi. Þegar viðskiptavinurinn hefur pantað af matseðli, á vefsíðu eða úr appi aha.is, birtist pöntunin á skjá hjá veitingahúsinu og ráðstafanir eru þegar gerðar til að útvega flutning á matnum, sé heimsendingar óskað.

Greiðsla fyrir matinn fer fram í appinu eða á vefsíðunni með debit eða kreditkorti þannig að greiðsla er frágengin við pöntun.

„Sem fyrr segir hefur mjög færst í vöxt að fólk panti sér mat af veitingastöðum til neyslu heima. Ekkert nothæft íslenskt orð er til yfir það sem kallað er takeaway á ensku. Í tilefni af opnun veitingaþjónustunnar efnir aha.is nú til nýyrðasamkeppni um íslenskt orð í staðinn fyrir ensku slettuna takeaway. Í verðlaun er úttekt að upphæð 50.000 kr. á veitingavef aha.is og iPhone 6,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK