A350 fær sína mikilvægustu vottun

Flugöryggisstofnun Evrópu og Flugmálastjórn Bandaríkjanna munu að öllum líkindum gefa út staðfestingu sína í þessari viku til handa evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus þess efnis að nýjustu afurð félagsins, A350 XWB, megi nota í almennu farþegaflugi. Eftir það er fátt sem kemur í veg fyrir afhendingu fyrstu vélarinnar til Qatar Airways.

Tegundarvottorðið (e. Type certificate) er gefið út miðlægt af fyrrnefndum stofnunum sem sönnun þess að loftfarið hafi staðist vottunarforskriftir þeirra. Eins og með vottun á risaþotu Airbus, hinni miklu A380, verður tegundarvottorð gefið út fyrir A350 beggja vegna Atlantsála á sama tíma.

Kostnaður Airbus við A350, sem er 276-369 sæta breiðþota, hefur numið jafnvirði um 15 milljörðum Bandaríkjadala. Henni er ætlað að keppa við Boeing 787, Draumfarann, og stærstu útfærslurnar við Boeing 777.

Airbus lofar viðskiptavinum sínum að A350 eyði 25% minna eldsneyti en aðrar breiðþotur. Alls hafa um 750 eintök af A350 verið pöntuð.

Áætlað er að fyrsta eintakið verði afhent á síðasta fjórðungi ársins, til katarska flugfélagsins Qatar Airways.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK