Brothætt jafnvægi á höfuðborgarsvæðinu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vísbendingar eru um að ágætt jafnvægi ríki á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins miðað við ýmsa hefðbundna mælikvarða að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Þar á meðal langtímaþróun raunverðs á húsnæði, samhengi íbúðaverðs og kaupmáttar launa og samhengi íbúðaverðs og byggingarkostnaðar.

„Þetta jafnvægi er hins vegar brothætt og það er töluverð óvissa framundan. Þar skipta væntanlegar höfuðstólslækkanir verðtryggðra skulda miklu máli. Það er líklegt að mörg heimili bíði eftir niðurstöðu um sín mál og hugsi sér til hreyfings þegar upplýsinga liggja fyrir. Þótt ágætis jafnvægi ríki nú að mörgu leyti hafa verið töluverðar verðhækkanir á síðustu mánuðum, sérstaklega á fjölbýli. Það er því ekki ólíklegt að einhver aukning á bæði framboði og eftirspurn auki spennuna og verðhækkanir haldi áfram.“

Fram kemur að verðþróun hafi verið nokkuð stöðug upp á við síðustu ár sem eigi einkum við um fjölbýli. „Vegna tiltölulega lágrar verðbólgu undanfarin misseri hefur raunverð einnig hækkað töluvert og á það aftur sérstaklega við um fjölbýlið. Sú þróun er hagstæð fyrir eiginfjárstöðu heimilanna en hækkar að sama skapi þröskuldinn fyrir fyrstu kaupendur sem vilja koma inn á markaðinn, væntanlega fyrst og fremst yngstu kynslóðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK