Gagnrýnir fríverslun við Bandaríkin

Cecilia Malmström.
Cecilia Malmström. AFP

Fyrirhugaður fríverslunarsamningur Evrópusambandsins og Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur í dag af verðandi viðskiptastjóra sambandsins, Ceciliu Malmström.

Gagnrýnin sneri að fyrirhuguðum texta í samningnum sem gerir fyrirtækjum kleift að höfða mál gegn einstökum ríkjum sem aðild eiga að honum á grundvelli ákvæða hans fyrir sérstökum dómstól. Malmström mun sem viðskiptastjóri ESB halda utan um fríverslunarviðræðurnar við Bandaríkin fyrir hönd sambandsins.

Hún er ekki ein um að gagnrýna umræddan texta en grasrótarsamtök innan ESB, þingmenn á Evrópuþinginu og þýsk stjórnvöld hafa lagst gegn því að hann verði hluti af fyrirhuguðum samningi. Bandaríkjamenn hafa hins vegar lagt mikla áherslu á mikilvægi textans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK