Írar óttast aðra fasteignabólu

AFP

Írskt efnahagslíf hefur smám saman verið að rétta úr kútnum eftir að hafa orðið illa fyrir barðinu á alþjóðlegu efnahagskrísunni. Samhliða því hafa áhyggjur farið vaxandi af því að hættuleg fasteignabóla sé aftur að verða til í landinu en eitt af því sem átti stóran þátt í þeim erfiðleikum sem Írar lentu í var of mikil þensla á fasteignamarkaði.

Fram kemur í frétt AFP að þannig hafi íbúðarhúsnæði í Dublin, höfuðborg Írlands, hækkað um 24,7% í ágúst samanborið við sama tíma fyrir ári samkvæmt opinberum tölum. Hækkunin á landsvísu var 14,9%. Skýrist það meðal annars á of litlu framboði á húsnæði. Þessi mikla hækkun minni marga óþægilega á áratuginn fram til ársins 2006 þegar ódýr lán og óábyrg útlánastarfsemi þandi út fasteignabólu þar sem fasteignaverð hækkaði um allt að 300%.

Ennfremur segir að um 35 þúsund íbúðarhúsnæði hafi gengið kaupum og sölum á tólf mánaða tímabili fram í júlí 2014 sem er tvöfalt meira en á sama tíma 2010-2011. Þá voru ný fasteignalán á sama tímabili samtals 1,4 milljarðar evra sem er aukning um 63% frá sama tíma í fyrra. Írska hugveitan ESRI telur að 25 þúsund nýjar íbúðir þurfi til þess að anna eftirspurn en bankar séu hikandi við að lána til stærri fasteignaverkefna.

Stjórnvöld hafa hafnað því að önnur fasteignabóla væri framundan og lagt áherslu á að fasteignaverðið stjórnaðist einfaldlega af framboði og eftirspurn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK