Ingvi Jökull eignast alla hluti í H:N Markaðssamskiptum

Ingvi Jökull Logason er nú orðinn eini eigandi H:N Markaðssamskipta.
Ingvi Jökull Logason er nú orðinn eini eigandi H:N Markaðssamskipta.

Ingvi Jökull Logason hefur keypt alla hluti í auglýsingastofunni H:N Markaðssamskiptum og er þar með orðinn eini eigandi stofunnar.

Ingvi Jökull átti í fimmtán ár þriðjungshlut í H:N Markaðssamskiptum á móti Ragnheiði K. Sigurðardóttir og Ólöfu Þorvaldsdóttur þar til gengið var frá kaupunum á hlut þeirra. Ragnheiður mun starfa áfram á stofunni en Ólöf hefur verið starfsfólki til ráðgjafar, að því er segir í tilkynningu.

Fram kemur, að Ingvar hafi unnið hjá H:N Markaðssamskiptum í rúm tuttugu ár, þar af sem framkvæmdastjóri í 10 ár. Þá segir, að hann hafi komið að skipulagningu og framkvæmd margra af stærstu og áhrifaríkustu auglýsingaherferða sem ráðist hefur verið í hér á landi.

„Það verða ekki gerðar stórvægilegar breytingar á stofunni þó eignarhaldið hafi breyst, þessi yfirfærsla hefur staðið yfir í tvö ár. Við munum áfram sinna núverandi viðskiptavinum af bestu getu og halda sömu stefnu með grunnáherslu á árangursríkar herferðir,“ segir Ingvi Jökull í tilkynningu.

Meðal þeirra sem hafa verið ráðnir til H:N Markaðssamskipta að undanförnu er Högni Valur Högnason, formaður Félags íslenskra teiknara, sem starfar sem hugmynda- og hönnunarstjóri hjá H:N, og Kristján Hjálmarsson, fyrrverandi fréttastjóri Fréttablaðsins og Vísis.

.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK