Ekkert greitt til erlendra kröfuhafa

Auk 23% eignarhlutar í VÍS á Klakki allan eignarhlutinn í …
Auk 23% eignarhlutar í VÍS á Klakki allan eignarhlutinn í fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eignaumsýslufélagið Klakki hefur ekki getað greitt út laust fé til erlendra eigenda og kröfuhafa í samræmi við ákvæði nauðasamnings félagsins undanfarin tvö ár.

Samtals nam fjárhæðin á þessu tímabili 12,4 milljörðum króna í lok síðasta árs, að því er fram kemur í samstæðureikningi Klakka fyrir árið 2013, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál Klakka í Morgunblaðinu í dag.

Eftir að gerðar voru þýðingarmiklar breytingar að frumkvæði Seðlabanka Íslands á lögum um gjaldeyrismál þann 13. mars árið 2012 voru undanþágur frá fjármagnshöftum, sem höfðu meðal annars gilt um greiðslur til erlendra kröfuhafa Klakka, afnumdar.

Með breytingu á lögunum urðu því allar greiðslur samningskrafna samkvæmt nauðasamningi til erlendra kröfuhafa í krónum ólöglegar. Klakka er að óbreyttu óheimilt að inna af hendi frekari greiðslur til erlendra kröfuhafa félagsins í samræmi við ákvæði nauðasamnings frá 2010 nema með sérstakri undanþágu Seðlabankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK