Frakkland skuldar 2 billjónir evra

Francois Hollande Frakklandsforseti.
Francois Hollande Frakklandsforseti. AFP

Skuldastaða franska ríkisins hefur aldrei verið verri en opinberar skuldir þess eru nú komnar upp í rúmlega tvær billjónir evra í fyrsta skipti samkvæmt tölum frá frönsku hagstofunni sem birtar voru í dag. Það er að segja yfir tvö þúsund milljarða evra. Fram kemur í frétt AFP að þetta þýði að skuldirnar séu 95,1% af landsframleiðslu Frakkands.

Reglur Evrópusambandsins fyrir evrusvæðið kveða á um að opinberar skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 60% af landsframleiðslu eða að þær fari verulega lækkandi í þá átt. Skuldir Frakklands hafa hins vegar farið vaxandi. Skuldirnar voru þannig rúmlega 1,9 billjónir evra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en voru komnar í 2 billjónir á öðrum fjórðungi.

Frakkland er einnig brotlegt við reglur ESB um hámarks leyfilegan fjárlagahalla en samkvæmt þeim má hann ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu. Frönsk stjórnvöld höfðu heitið því að koma fjárlagahallanum niður fyrir þau mörk á næsta ári en hafa nú frestað því markmiði til ársins 2017. Gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn á þessu ári verði 4,4% og lækki aðeins lítillega á næsta ári og verði þá 4,3%.

Frakkar glíma á sama tíma við mikið atvinnuleysi og stöðnun í efnahagslífinu en enginn hagvöxtur hefur oirðið á þessu ári miðað við þær tölur sem liggja fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK