Sagður brjóta reglur um peningaþvætti

AFP

Commerzbank, næst stærsti banki Þýskalands, er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna ásakanum um að bankinn hafi brotið gegn reglum um peningaþvætti. Þetta er fullyrt í frétt AFP og vísað í ónafngreinds heimildarmann sem þekki til málsins.

Fram kemur í fréttinni að rannsóknin hefjist á sama tíma og Commerzbank sé á lokametrunum að ná samningum vegna máls sem snúi að ásökunum um að bankinn hafi átt í viðskiptum við ríki sem Bandaríkin hafa lagt viðskiptabann á.

Peningaþvættismálið er höfðað af saksóknara á Manhattan í New York og snýr rannsóknir að slakri viðleitni Commerzbank til þess að koma í veg fyrir peningaþvætti í gegnum hann. bankinn hefur neitað að tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK