Fótboltafélög ekki undanskilin skatti

Núverandi ríkisstjórn Spánar lætur fótboltafélög ekki komast upp með að …
Núverandi ríkisstjórn Spánar lætur fótboltafélög ekki komast upp með að greiða ekki skatta. AFP

Skattaskuldir fótboltafélaga í spænsku deildinni hafa lækkað um 200 milljónir evra frá árinu 2012 og standa nú í 500 milljónum evra.

Þetta sagði fjármálaráðherra Spánar, Cristobal Montoro, í útvarpsviðtali dag. „Það sem við höfum gert er að krefjast þess að þeir greiði eins og allir aðrir. Fótboltafélög eru fyrirtæki og þau ættu ekki að vera fjármögnuð með skattpeningum Spánverja,“ sagði hann.

Spænsk stjórnvöld hafa í gegnum tíðina litið fram hjá lélegri fjárstjórn fótboltafélaga vegna virðingar og vinsælda sem þau njóta í landinu auk mikilla viðskipta sem þeim fylgja. Á árinu 2012 lét þá nýkjörin ríkisstjórn fótboltafélögin hins vegar skrifa undir undir samkomulag er kvað á um að skattaskuldir þeirra yrðu hægt og rólega greiddar til baka.

Samkvæmt samkomulaginu þurfa félögin að greiða 35 prósent af sjónvarpstekjum sínum sem tryggingu gegn skattgreiðslu og geta stjórnvöld þannig gengið að fénu borgi þau ekki. Er markmiðið að skuldirnar verði greiddar upp fyrir árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK