Efasemdir um lög gegn samkynhneigð

AFP

Forseti Úganda virðist hafa efasemdir um lagafrumvarpið sem herðir viðurlög við samkynhneigð en í dag sagði hann að huga þyrfti að mögulegum áhrifum laganna á vöruviðskipti og hagvöxt í landinu.

Forsetinn, Yoweri Museveni, sagðist í dag einungis hafa samþykkt lögin fyrr á árinu til þess að vernda börnin og hindra það að samkynhneigðir væru að falast eftir „nýjum meðlimum“ í hópinn. Þá sagði að hann Úganda gæti mögulega lifað við skerta þróunaraðstoð en hins vegar myndu viðskiptabönn koma illa við efnahag landsins.

Þingmenn í Úganda eru nú í annað sinn að afla stuðnings við frumvarpið en stjórnlagadómstóll landsins ógilti lögin í sumar sem samþykkt af þinginu í desember og staðfest af forseta landsins í upphafi árs. Var frumvarpið ógilt vegna formgalla þar sem fáir þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna um það og jafnvel færri hefðu séð það áður en hún fór fram. Af þessum sökum voru lögin talin ganga gegn stjórnarskrá landsins.

Segir sakynhneigð stafa af uppeldi

Sam­kvæmt lög­un­um er hægt að dæma „sí­brota­menn“ í lífstíðarfang­elsi fyr­ir sam­kyn­hneigð. Lög­in kveða einnig á um til­kynn­inga­skyldu til yf­ir­valda vegna grun­semda um sam­kyhneigð, og banna hvers kyns já­kvæða um­fjöll­un um eða stuðning við sam­kyn­hneigð. Lög­in hafa verið gagn­rýnd harðlega af alþjóðasam­fé­lag­inu og líkti John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, þeim við lög nas­ista gegn gyðing­um í Þýskalandi

Í grein sem Museveni skrifaði í úgandska dagblaðið New Vision í dag segist hann styðja hugmyndina um að refsa þeim harðlega sem tæla einstaklinga undir lögaldri til samkynhneigðar. „Við ættum einnig að regla þeim harðlega sem stunda samkynhneigt vændi,“ skrifar hann.

„Vísindamenn okkar segja alla samkynhneigð vera komna til af uppeldi en ekki líffræðilegum ástæðum. Ég samþykkti lögin af þessum sökum, jafnvel þótt sumir andmæli þessari skoðun,“ sagði hann.

Þá sagði hann þjóðina þurfa að ákveða hvað væri henni fyrir bestu að teknu tilliti til vöruviðskipta við útlönd og vísaði til þess að mörg vestræn fyrirtæki hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist sniðganga úgöndsk fyrirtæki verði frumvarpið að lögum.

Yoweri Museveni forseti Úganda
Yoweri Museveni forseti Úganda AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK