Enginn takmarkar við fimm kíló

Farþegar mega taka með sér handfarangur að kostnaðarlausu hjá Easyjet …
Farþegar mega taka með sér handfarangur að kostnaðarlausu hjá Easyjet og er engin þyngdartakmörkun þar á. Skjáskot af vefsíðu Easyjet

WOW vísaði í dag til erlendra lággjaldaflugfélaga varðandi þyngdar- eða stærðartakmarkanir á handfarangri. 

„Mörg önnur erlend lággjaldaflugfélög eru með sama rekstrarmódel og hafa takmarkanir á  handfarangri, ýmist stærðar eða þyngdar takmörk. Má þar nefna EasyJet, Ryanair, Wizz air, Spirit, Allegiant, AirAsia og fleiri lággjaldaflugfélög,“ segir í yfirlýsingu WOW í dag.

Engin hámarksþyngd hjá Easyjet

Ef litið er til þeirra flugfélaga sem nefnd voru af hálfu WOW má sjá að engin hámarksþyngd er á handfarangri hjá Easyjet þótt vissulega sé rukkað fyrir innritaðan farangur. Á heimasíðu fyrirtækisins virðast tveir kostir í boði; Annars vegar ertu tryggður fyrir því að handfarangurinn verði hjá þér í vélinni ef samanlögð hæð, lengd og breidd töskunnar er ekki meiri en 110 sentímetrar. Hins vegar má taskan vera 126 sentímetrar en þá gæti hún verið flutt niður í farangurshólf þér að kostnaðarlausu.

Þá vísaði WOW einnig til Ryanair en samkvæmt heimasíðu þeirra má handfarangurinn vera allt að tíu kíló án þess að greiða þurfi sérstaklega fyrir hann.

Samkvæmt úttekt Túrista tóku sjö þeirra flugfélaga sem flugu frá Keflavík í sumar sérstakt gjald fyrir innritaðan farangur. Ekkert þeirra takmarkaði hins vegar handfarangur við fimm kíló. 

Reynt að banna gjaldið á Evrópuþinginu

Rétt er að flugfélögin Wizz air og Spirit, sem nefnd voru af WOW, rukka sérstaklega fyrir handfarangur en samkvæmt Túrista hóf ungverska lágfargjaldfélagið Wizz að rukka tíu evrur, eða um 1.500 krónur, fyrir handfarangur á síðasta ári. Fyrirmyndin er hið bandaríska flugfélag Spirit air, þar sem farþegar borga um 4.200 krónur fyrir allan handfarangur sem ekki kemst undir sætin. Þingmenn á Evrópuþinginu reyndu að fá sambandið til að banna þess háttar gjaldtöku og að réttur farþega til þess að taka með sér handfarangur án sérstakrar gjaldtöku yrði þannig tryggður. Tillagan var hins vegar ekki samþykkt.

Líkt og komið hefur fram í dag hóf flug­fé­lagið WOW um mánaðamót­in að rukka sér­stak­lega fyr­ir hand­far­ang­ur, sé hann þyngri en fimm kíló. Gjaldið er 1.999 krón­ur ef flug­tím­inn er skemmri en fjór­ir tím­ar en ann­ars er gjaldið 2.999 krón­ur. Þetta á þó ein­ung­is við ef hand­far­ang­ur­inn er bókaður á net­inu, en þeir sem gera það ekki þurfa að greiða frá 3.999 krón­um til 8.399 fyr­ir hvern flug­legg.

Frétt mbl.is: Eiga eftir að venjast töskugjaldi

Frétt mbl.is: Þyngdin skiptir máli

Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.
Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK