Afborganir yrðu helmingi lægri

Landsbankinn, aðalútibú Austurstræti
Landsbankinn, aðalútibú Austurstræti Kristinn Ingvarsson

Verði ekki af lengingu skuldabréfa milli gamla og nýja Landsbankans þyrfti innlend eftirspurn að dragast saman og gengi krónunnar að lækka til að þjóðarbúið geti skapað meiri gjaldeyristekjur til að standa undir greiðslunum.

Þetta kom fram á kynningarfundi Seðlabankans á skýrslu um fjármálastöðuleika í dag.

Ef ekki verður fallist á framlenginguna bendir greining Seðlabankans til þess að annað af tvennu þyrfti að gerast, eða þá að farin yrði blönduð leið þeirra kosta. Þetta segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasvið Seðlabankans.

Annað hvort þurfti að auka viðskiptaafgang um sem nemur 120 milljörðum en það myndi þýða að lækka þyrfti tímabundið gengið um 8%. Einkaneysla myndi dragast nokkuð saman, og verða um 2% minni en spár gera ráð fyrir. Þá myndi verðbólga aukast og til þess að hún minnki í markmiðið á ný þyrftu vextir Seðlabankans að hækka. Hins vegar til þess að koma í veg fyrir þessi áhrif gæti ríkið eða Seðlabankinn veitt Landsbankanum langtímafjármögnun í erlendum gjaldmiðlum en það myndi hafa tilheyrandi áhrif á skuldastöðu ríkissjóðs og gjaldeyrisforðann.

Afborganir yrðu helmingi lægri

Fram kom í dag að möguleg lenging á skuldabréfum Landsbankans myndi draga mjög úr greiðslubyrði innlendra aðila á erlendum lánum á næstu árum, minnka þannig endurfjármögnunarþörf þjóðarbúsins og styðja við gengi krónunnar. Með lengingu yrðu samningsbundnar erlendar afborganir á næstu fjórum árum helmingi lægri, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, en á síðastliðnum fjórum árum.

Frestur Seðlabanka Íslands til að svara erindi gamla Landsbankans (LBI) um undanþágu frá fjármagnshöftum hefur verið framlengdur til 24. október næstkomandi. Verði þá ekki fallist á undanþágubeiðnir LBI mun samningur um lengingu og breytta skilmála á 228 milljarða gjaldeyrisskuld Landsbankans við LBI að óbreyttu falla úr gildi.

Samþykki stjórnvalda þarf til

LBI og Landsbankinn náðu samkomulagi í maí um skilmálabreytingar á skuldabréfunum og að lokagreiðsla yrði árið 2026 í stað 2018. Vaxtakjör eru óbreytt til október 2018, þ.e. 2,9% álag ofan á Libor-vexti, en fara stighækkandi eftir það. Samningurinn er háður skilyrðum um að LBI fái varanlega undanþágu frá höftum fyrir öllum greiðslum af bréfunum og að þrjár undanþágubeiðnir, að fjárhæð um 310 milljarðar, fyrir greiðslum til forgangskröfuhafa verði samþykktar.

Sam­kvæmt lög­um um gjald­eyr­is­mál eru all­ar und­anþágur frá höft­um sem eru að hærri fjár­hæð en 25 millj­arðar háðar sam­ráði Seðlabank­ans við fjár­málaráðherra og að und­an­geng­inni kynn­ingu á efna­hags­leg­um áhrif­um fyr­ir efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is. Þurfa stjórn­völd fall­ast á að veita LBI und­anþág­urn­ar. Stjórnvöld hafa bent á að ákvarðanir um undanþágur frá höftum þurfi að vera í samræmi við heildaráætlanir.

Frétt mbl: Svara undanþágubeiðni bráðlega

Sigríður Benediktsdóttir og Már Guðmundsson á fundinum í Seðlabankanum í …
Sigríður Benediktsdóttir og Már Guðmundsson á fundinum í Seðlabankanum í dag. Mynd/Sunna
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK