Óskar hættir um áramótin

Óskar Magnússon, útgefandi.
Óskar Magnússon, útgefandi. mbl.is/Golli

Óskar Magnússon útgefandi Árvakurs tilkynnti á starfsmannafundi fyrr í dag að hann hygðist láta af störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og mbl.is, um næstu áramót.

„Ég hef áhuga á að fá tækifæri til að sinna öðrum hugðarefnum,“ sagði Óskar. „Ég hef skrifað þrjár bækur á undanförnum árum og vil gjarnan hafa rýmri tíma til þess að sinna ritstörfum. Ýmis önnur viðfangsefni hafa líka fangað hugann og orðið umfangsmeiri,“ sagði Óskar  „Við ræktum túnin hér á Sámsstaðabakka en auk þess rekum við gróðrarstöð á Tumastöðum í Fljótshlíð sem við höfum nýverið tekið við. Þar leynast örugglega ný og skemmtileg tækifæri,“ sagði Óskar.

„Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að rekstur Árvakurs sé kominn á sléttan sjó en hann er þó í ágætu horfi og allur annar en þegar við tókum við félaginu fyrir fimm til sex árum í gríðarlegum taprekstri. Í fyrra var lítilsháttar hagnaður og vonandi verður afkoman í ár svipuð en áfram þarf að halda vöku sinni því þessu verki lýkur vonandi aldrei,“ sagði Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs.

Óskar gerði stjórn Árvakurs grein fyrir málinu í gær en ekkert hefur verið ákveðið um eftirmann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK